Í þætti gærkvöldsins var í fyrsta sinn kosið á milli paranna og hlutu Óskar og Telma minnsta stigafjölda en samanlögð stig dómnefndar og atkvæðafjöldi frá þjóðinni eru lögð saman.
Parið dansaði vals í gærkvöldi og svifu um sviðið undir laginu Skyfall með Adele. Neðst í fréttinni má sjá atriðið frá því í gærkvöldi.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir eru paraðir saman við tíu fagdansara og eitt par stendur uppi sem sigurvegari.