Ekki hrifin af gulu og notar frekar pastelliti, greinar, egg og blóm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir. „Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan. Föndur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan.
Föndur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira