Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Það að taka sér pásu frá Facebook getur haft jákvæð áhrif. Vísir/Epa Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Dr. Eric Vanman við sálfræðisvið Háskólans í Queensland í Ástralíu. Markmiðið var að kanna hver ávinningurinn væri af því fyrir heilsu fólks að hætta á Facebook í nokkra daga. „Það að taka sér pásu frá Facebook í aðeins fimm daga getur lækkað gildi streituhormóna eins og hýdrókortisón (kortisól),“ sagði Vanman í fréttatilkynningu. „Hins vegar virtust þátttakendur í rannsókninni upplifa minni vellíðan almennt með því að hætta á Facebook, þó svo hin lífeðlisfræðilega streita væri minni.“ Vanman telur að ástæðan fyrir þessu sé hreinlega sú að þátttakendurnir hafi ekki áttað sig á að þeir væru að upplifa minni streitu. Þannig hafi þeir upplifað minni vellíðan með því að rjúfa tengsl við vini sína á Facebook. Alls tóku 138 einstaklingar þátt í rannsókninni. Var þeim skipt í tvo hópa, annars vegar hóp sem var virkur á Facebook og hins vegar hóp sem var skipað að hætta á samfélagsmiðlinum í fimm daga. Tilraunin sýndi, eins og áður segir, fram á bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þess að hætta á Facebok. „Við vitum jafnframt ekki hvort hið sama eigi við um aðra samfélagsmiðla, eins og Twitter eða SnapChat. En okkur grunar að þetta einskorðist ekki við Facebook. En þessar fyrstu niðurstöður gefa til kynna að það sé skynsamlegt fyrir fólk að taka sér frí frá Facebook öðru hverju.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Dr. Eric Vanman við sálfræðisvið Háskólans í Queensland í Ástralíu. Markmiðið var að kanna hver ávinningurinn væri af því fyrir heilsu fólks að hætta á Facebook í nokkra daga. „Það að taka sér pásu frá Facebook í aðeins fimm daga getur lækkað gildi streituhormóna eins og hýdrókortisón (kortisól),“ sagði Vanman í fréttatilkynningu. „Hins vegar virtust þátttakendur í rannsókninni upplifa minni vellíðan almennt með því að hætta á Facebook, þó svo hin lífeðlisfræðilega streita væri minni.“ Vanman telur að ástæðan fyrir þessu sé hreinlega sú að þátttakendurnir hafi ekki áttað sig á að þeir væru að upplifa minni streitu. Þannig hafi þeir upplifað minni vellíðan með því að rjúfa tengsl við vini sína á Facebook. Alls tóku 138 einstaklingar þátt í rannsókninni. Var þeim skipt í tvo hópa, annars vegar hóp sem var virkur á Facebook og hins vegar hóp sem var skipað að hætta á samfélagsmiðlinum í fimm daga. Tilraunin sýndi, eins og áður segir, fram á bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þess að hætta á Facebok. „Við vitum jafnframt ekki hvort hið sama eigi við um aðra samfélagsmiðla, eins og Twitter eða SnapChat. En okkur grunar að þetta einskorðist ekki við Facebook. En þessar fyrstu niðurstöður gefa til kynna að það sé skynsamlegt fyrir fólk að taka sér frí frá Facebook öðru hverju.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira