Bæjarar staðfestu ráðninguna á Twitter-síðu sína á sama tíma og félagið var í potinum þegar dregið var í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Jupp Heynckes tók við liðinu í október eftir að Carlo Ancelotti var rekinn í lok september en þetta var í fjórða sinn sem hann tekur við Bayern-liðinu. Heynckes ætlaði alltaf að hætta í vor og því vor Bæjarar að leita af framtíðarþjálfara liðsins.
Sportdirektor Hasan Salihamidžić bei #FCBayernTVlive: "Niko Kovač wird ab dem 1. Juli 2018 neuer Trainer des #FCBayern. Wir haben uns gestern auf einen Dreijahresvertrag geeinigt." #MiaSanMia@Brazzopic.twitter.com/x5qNNALWEL
— FC Bayern München (@FCBayern) April 13, 2018
Niko Kovac þjálfaði króatíska landsliðið frá 2013 til 2015 en hefur verið þjálfari Eintracht Frankfurt frá 2016. Frankfurt hefur hækkað sig í töflunni á báðum tímabilum hans með liðið en liðð var í 16. sæti áður en Kovac tók við.
Við Íslendingar þekkjum Niko Kovac best á því að hann tók við króatíska landsliðinu rétt fyrir umspilsleiki við Ísland fyrir HM í Brasilíu 2014.
Króatar gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum en komust á HM eftir 2-0 sigur í Zagbreb í seinni leiknum. Niko Kovac kom því í veg fyrir á Ísland kæmist á HM en síðan þá hefur íslenska landsliðið komist á tvö stórmót í röð.