Skiptum í þrotabú leigubílaþjónustunnar City Taxi lauk þann 20. apríl. Engar eignir fundust í búinu en kröfur námu tæplega ellefu milljónum króna. City Taxi var úrskurðað gjaldþrota þann 26. janúar.
City Taxi var stofnað árið 2007 og hefur sinnt leigubílaþjónustu, meðal annars boðið upp á ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Starfsemi City Taxi virðist hafa lokið sumarið 2016.
