Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 10:57 Um það bil svona sér hópurinn fyrir sér að verkið muni líta út. Vísir/ProjectTrumpmore Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi. Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi.
Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira