Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 06:55 LeBron og félagar tóku sigur í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018 NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018
NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00
Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30