Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:30 Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. vísir/afp Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018 Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018
Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50