Ótrúleg vegferð þvottabjarnar skók netheima Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2018 21:52 Þvottabjörninn í hæstu hæðum. Hann komst óhultur upp á þak skýjakljúfsins. Twitter/timnelson_mpr Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018 Dýr Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018
Dýr Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira