21 ár síðan að ekki einu sinni „flensa“ náði að stoppa Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2018 23:30 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli. Vísir/Getty 11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira