Harden valinn bestur í NBA og þessir fengu hin verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 09:30 James Harden með verðlaunin sín. James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira