Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 15:40 Khan ávarpar þjóðina. Vísir/EPA Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins. Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins.
Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45