Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 15:03 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55