Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC.
Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.
We are delighted to announce the signing of Daniel Arzani from @MelbourneCity! #mancitypic.twitter.com/55SoNc8qRK
— Manchester City (@ManCity) August 9, 2018
Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú.
Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi.
Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum.
Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili.
.@iamdanielarzani has this message for the City fans who have been with him every step of the way. #GoodLuckArzanipic.twitter.com/cfYi82pmCY
— Melbourne City FC (@MelbourneCity) August 9, 2018
Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið.