Milljón og Pétur Jóhann hleypur aftur á bak Benedikt Bóas skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Pétur Jóhann er í dúndurformi og tilbúinn í slaginn. Hann tók meira að segja hlaupagallann með sér í sumarbústað um helgina. Í fyrra söfnuðust 118 milljónir til 152 góðgerðarfélaga en Pétur hleypur fyrir Bumbulóní. Mynd/Natan Bjarnason „Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00
„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30
„Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15