Bubbi og Dimma sameinuð á ný Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2018 10:00 "Þetta verkefni núna er bara gert af ást og virðingu og vináttu. Við þurfum þetta ekkert, og hann þarf þetta ekkert. Við bara elskum að spila saman,“ segir Birgir Jónsson trommuleikari sem hér stendur í miðjunni. Mynd/Spessi Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp