Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 15:22 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd. Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd.
Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53
Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06
Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34