Segja flugfélög lengja ferðir til að kaupa sér svigrúm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 11:01 British Airways kemur illa út úr úttekt bresku neytendasamtakanna. vísir/getty Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira