Á sama tímabili í fyrra seldust um 87.664 lítrar af freyðivíni og 5.676 lítrar af kampavíni. Það gerir rúmlega 20 prósent aukning í freyðivínskaupum á milli ára og 30 prósent fleiri kampavínslítrar.
Freyðivínsneysla Íslendinga hið alræmda góðærisár 2007 var nánast hálfdrættingur á við árið í ár. Fyrstu átta mánuði ársins 2007 seldist alls 58.361 lítri af freyðivíni og um 7.449 lítrar af kampavíni. Kampavínsneysla landsmanna var því á nokkuð svipuðu reiki og í ár, hún var 38 lítrum meiri árið 2018 sem fyrr segir, en freyðivínsneyslan er hins vegar 80 prósent meiri í ár samaborið við árið 2007.
Upplýsingar ÁTVR um freyðivínsneyslu landsmanna frá ársbyrjun til ágústloka á árunum 2007 til 2018 má nálgast hér að neðan. Þar má til að mynda sjá að minnst seldist af kampavíni árið 2010 og að freyðivínsneyslan var minnst árið 2009.
janúar-ágúst | Kampavínslítrar | Freyðivínslítrar |
2007 | 7449 | 58361 |
2008 | 7300 | 60971 |
2009 | 3095 | 48480 |
2010 | 2086 | 49580 |
2011 | 2201 | 54626 |
2012 | 2286 | 52802 |
2013 | 2628 | 56791 |
2014 | 2842 | 70809 |
2015 | 3036 | 62705 |
2016 | 4385 | 70253 |
2017 | 5676 | 87664 |
2018 | 7487 | 106200 |