Coca-Cola sagt vilja framleiða kannabisdrykki Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 15:51 Coca-Cola gæti notað Cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. vísir/getty Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum. Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum.
Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00