Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan.
Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum.
Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.
Hér má sjá upptöku af slysinu.
Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.
Uppfært klukkan 23:20
Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu.