Fjármálaráðherra Trump hunsar ráðstefnu Sáda Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2018 16:14 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna AP/Jacquelyn Martin Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018 Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27