Ódýrt lífeyriskerfi Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun