Pólitískar ástæður að baki handtökum á rússneskum stjórnarandstæðingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 15:40 Navalní í dómsal í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður. Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður.
Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45