Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:45 Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air, Vísir/Vilhelm Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51