Dýrlingarnir unnu sinn tíunda leik í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 07:23 Leikmenn Saints fengu sér að sjálfsögðu kalkún eftir leik. vísir/getty Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik