Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:05 Denise Coates hlaut CBE-tign fyrir framlag sitt til bresks samfélags og viðskiptalífs árið 2012. Vísir/getty Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum. Bretland Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum.
Bretland Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira