Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 20:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent