Á vef Guardian er greint frá því að dagatölin með Pútín séu vinsælli en dagatöl með japanska leikaranum Kei Tanaka og Yuzuru Hanyu sem er Ólympíumeistari á skautum.
Spurningin er hvort einhverjir séu kannski að kaupa dagatölin með Rússlandsforseta í gríni á meðan aðrir eru í raun og veru áhugasamir um líf Pútín.
Þannig velta fjölmiðlar í Japan því upp hvort að svo margir Japanir, og þá kannski sérstaklega konur, kaupi dagatalið vegna sérstaks stíls hans og óheflaðrar karlmennsku.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem dagatal með honum rýkur út þar sem það sama var uppi á teningnum með dagatalið fyrir árið 2017.
【大人気】プーチンカレンダーがロフトで売上げ1位!羽生結弦や田中圭を抑えhttps://t.co/BmWLqdObSc
「著名人カレンダー」で全店舗合計1位に。購入層は若い女性といい、犬を溺愛する姿などのギャップが人気だそう。 pic.twitter.com/z19Xj6T2eJ
— ライブドアニュース (@livedoornews) December 12, 2018