Topp tíu listinn í kjöri Íþróttamanns ársins 2018: Guðjón Valur í tíunda skiptið og Sara setti met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2018 06:00 Íþróttamennirnir tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2018. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú Íþróttamann ársins í 63. sinn og það er komið á hreint hvaða íþróttamenn enduðu í tíu efstu sætunum í kjörinu í ár. Þrír nýliðar eru á topp tíu listanum í ár en fjórir íþróttamannanna tíu voru líka á topp tíu listanum fyrir ári síðan. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í Hörpu 29. desember næstkomandi en 31 félagi í samtökum íþróttafréttamanna kusu í ár og hafa aldrei fleiri kosið. Að venju er topp tíu listinn gerður opinber rétt fyrir jól og svo er einnig nú. Í viðbót kom í ljós hvaða þrír fengu flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og hvaða þrjú lið fengu flest atkvæði í kjörinu frá liði ársins. Sjö íþróttagreinar eiga fulltrúa á topp tíu listanum en fjórir af tíu á listanum eru knattspyrnumenn. Fimleikar, handbolti, körfubolta, kraftlyftingar, frjálsar íþróttir og golf eiga síðan einn fulltrúa hvert. Bara tvær konur komast inn á topp tíu listann að þessu sinni og hafa ekki verið færri í fimm ár. Fimm konur höfðu komist í hóp þeirra tíu efstu undanfarin fjögur ár. Ein kona heldur þó áfram að bæta við met sitt. Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við met sitt yfir flest skipti inn á topp tíu. Engin önnur kona hefur verið oftar en fimm sinnum meðal tíu efstu en Sara Björk er þar í sjöunda skiptið. Sara Björk er líka sjötta árið í röð meðal þeirra tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Alls eru fjögur á listanum í ár sem voru þar líka í fyrra. Hinir þrír eru knattspyrnumennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson og svo handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Gylfi er meðal tíu efstu sjöunda árið í röð en hann hefur verið á topp tíu á öllum listum frá og með áreinu 2012. Gylfi var kosinn Íþróttamaður ársins 2013 og 2016. Hann ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni eru þeir einu á topp tíu listanum í ár sem hefur áður fengið útnefninguna Íþróttamaður ársins. Guðjón Valur Sigurðsson komst líka í góðan hóp með því að vera í tíunda skipti meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Þetta er líka í sjötta sinn sem Guðjón er meðal þeirra tíu efstu eftir að hann varð þrítugur og því hafa aðeins tveir náð í sögunni eða þeir Bjarni Friðriksson og Ólafur Stefánsson, báðir sjö sinnum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir heldur áfram þeirri hefð frjálsíþróttakvenna að komast inn á topp tíu en þetta er tíunda árið í röð sem frjálsíþróttakona er meðal tíu efstu í kjörinu. Guðbjörg Jóna er einn af þremur nýliðunum inn á topp tíu í ár en hinir eru fimleikmaðurinn Valgarð Reinhardsson og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús. Guðbjörg Jóna er bara sautján ára og langyngst á topp tíu listanum enda sú eina sem er ekki orðin 22 ára. Valgarð Reinhardsson er næstyngstur (22 ára) og aðeins annar fimleikamaðurinn í sögu kjörsins sem kemst inn á topp tíu en sá síðasti var Rúnar Alexandersson fyrir fjórtán árum. Rúnar var fimm sinnum inn á topp tíu á árunum 1998 til 2004. Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson koma báðir aftur inn á listann eftir eins árs fjarveru en þeir voru meðal tíu efstu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Það er lengra síðan að Alfreð Finnbogason var á topp tíu en hann var síðast meðal tíu efstu árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá hvaða tíu íþróttamenn, þrjú lið og þrír þjálfarar eru tilnefnd í ár.Tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2018:Alfreð Finnbogason29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Augsburg í ÞýskalandiÍ þriðja skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2012Alfreð skoraði á árinu bæði fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni HM (á móti Argentínu) og fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni. Hann var einnig markahæsti landsliðsmaður ársins með fjögur mörk. Alfreð hefur þegar skorað sjö mörk í þýsku deildinni á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa spilað aðeins níu leiki. Hann varð auk þess tíundi markahæsti maður þýsku deildarinnar sem lauk síðasta vor.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir17 ára frjálsíþróttakonaÆfir hjá ÍR í ReykjavíkÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Guðbjörg Jóna varð bæði Evrópumeistari unglinga og Ólympíumeistari ungmenna á árinu. Hún vann gull í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á EM undir 18 ára og varð svo Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi kvenna, þar sem hún bætti Íslandsmetið í greininni (23,47 sek) en sá tími er í 279. sæti heimslista IAAF. Hún bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi þrisvar sinnum á árinu en það hafði staðið í 21 ár þegar Guðbjörg bætti það fyrst í júní.Guðjón Valur Sigurðsson39 ára handknattleiksmaðurSpilar með Rhein-Neckar Löwen í ÞýskalandiÍ tíunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 26 ára gamall árið 2005Guðjón Valur varð bikarmeistari með Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi en liðið endaði í öðru sæti í Bundesligunni og vann Super Cup í Þýskalandi. Guðjón varð markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi á árinu þegar hann bætti met Ungverjans Peter Kovacs. Guðjón er líka komin í hóp markahæstu leikmanna Bundesligunnar frá upphafi en hann þriðji markahæsti erlendi leikmaður sögunnar. Guðjón átti líka frábæra leiki í Meistaradeildinni og í þýsku deildinni í haust. Gylfi Þór Sigurðsson29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Everton í EnglandiÍ áttunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gamall árið 2010 Gylfi hefur verið í aðalhlutverki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur skorað 6 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 17 leikjum. Gylfi er lykilmaður í liði sem er eins og er í áttunda sæti deildarinnar og hefur staðist þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans eftir félagaskiptin til Everton á síðasta ári. Hann skoraði annað marka íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann var í risastóru hlutverki.Haraldur Franklín Magnús27 ára kylfingurSpilar fyrir Golfklúbb ReykjavíkurÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Haraldur komst inn á Opna breska meistaramótið eftir að hafa endað í öðru sæti á úrtökumóti fyrir risamótið. Hann tók því fyrstur allra íslenskra karlkylfinga þátt á risamóti á atvinnumótaröð. Hann lék á 17 mótum á Nordic atvinnumótaröðinni og endaði í 55. sæti á stigalistanum. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tíu mótum og besti árangur hans var 7. sætið. Jóhann Berg Guðmundsson28 ára knattspyrnumaðurSpilar með Burnley í EnglandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 27 ára gamall árið 2017 Jóhann Berg var lykilmaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley sem náði óvænt sjöunda sætinu í deildinni og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Jóhann Berg skoraði 2 mörk og gaf átta stoðsendingar í ensku deildinni tímabilið 2017-18. Jóhann er með 2 mörk og 4 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og var sárt saknað í tapleiknum á móti Nígeríu á HM í Rússlandi sem var langslakasti leikur liðsins á mótinu.Júlían J. K. Jóhannsson25 ára kraftlyftingamaðurKeppir fyrir Ármann í ReykjavíkÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2016 Júlían átti setti heimsmet á árinu í réttstöðulyftu, hann setti Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu og náði bestum árangri allra í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum. Hann vann einnig gull á EM í kraftlyftingum og silfur á HM í klassískum kraftlyftingum. Júlían varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum og stigahæstur í karlaflokki á Reykjavíkurleikjunum. Hann er í fjórða sæti á heimslista í sínum flokki. Martin Hermannsson24 ára körfuknattleiksmaðurSpilar með Alba Berlin í ÞýskalandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 22 ára gamall árið 2016 Martin er í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og steig enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli þegar hann samdi við þýska stórliðið Alba Berlin. Martin léks með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi í fyrra þar sem hann stóð sig frábærlega og svo vel að hann fékk samning hjá stórliði í Þýskalandi. Í undankeppni HM var Martin stigahæstur í íslenska landslliðinu með 21,5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3,7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20,0 stig í leik.Sara Björk Gunnarsdóttir28 ára knattspyrnukonaSpilar með Wolfsburg í ÞýskalandiÍ sjöunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gömul árið 2011 Sara Björk Gunnarsdóttir varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með þýska liðinu. Sara Björk meiddist í úrslitaleiknum og Wolfsburg liðið tapaði í framlengingu. Sara Björk er algjör lykilmaður í félagsliði og landsliði en Wolfsburg er eitt besta félagslið Evrópu. Hún skoraði ellefu mörk í öllum keppnum með Wolfsburg á síðustu leiktíð þar af 6 mörk í 9 leikjum í Meistaradeildinni. Hún var einnig ofarlega á lista Guardian yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu.Valgarð Reinhardsson22 ára fimleikamaðurKeppir fyrir Gerplu í KópavogiÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Lið ársins - tilnefningarKarlalið ÍBV, handbolti Karlalið ÍBV í handbolta varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á FH í lokaúrslitaeinvíginu, bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll og deildarmeistaratitilinn eftir mikla dramatík í lokaumferðinni í Safamýrinni.Kvennalandslið Íslands, hópfimleikar Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri.Landslið Íslands, golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu saman sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni. Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi en þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram og í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumóti.Þjálfari ársins - tilnefningarArnar Pétursson, ÍBV Arnar þjálfaði karlalið ÍBV í handbolta sem varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn.Kristján Andrésson, Svíþjóð Kristján þjálfaði karlalandslið Svía sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu í Króatíu eftir tap á móti Spáni í úrslitaleik. Kristjáni tókst að fara svona langt með liðið þrátt fyrir að tapa á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins en sænska liðið sló Ólympíumeistara Dana út í undanúrslitaleiknum.Þorsteinn Halldórsson, Breiðablik Þorsteinn gerði kornungt kvennalið Breiðabliks óvænt að tvöföldum meisturum sumarið 2018 þrátt fyrir að hafa misst þrjá lykilleikmenn í atvinnumennsku. Blikaliðið vann deildina með fimm stigum og svo 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Íþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú Íþróttamann ársins í 63. sinn og það er komið á hreint hvaða íþróttamenn enduðu í tíu efstu sætunum í kjörinu í ár. Þrír nýliðar eru á topp tíu listanum í ár en fjórir íþróttamannanna tíu voru líka á topp tíu listanum fyrir ári síðan. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í Hörpu 29. desember næstkomandi en 31 félagi í samtökum íþróttafréttamanna kusu í ár og hafa aldrei fleiri kosið. Að venju er topp tíu listinn gerður opinber rétt fyrir jól og svo er einnig nú. Í viðbót kom í ljós hvaða þrír fengu flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og hvaða þrjú lið fengu flest atkvæði í kjörinu frá liði ársins. Sjö íþróttagreinar eiga fulltrúa á topp tíu listanum en fjórir af tíu á listanum eru knattspyrnumenn. Fimleikar, handbolti, körfubolta, kraftlyftingar, frjálsar íþróttir og golf eiga síðan einn fulltrúa hvert. Bara tvær konur komast inn á topp tíu listann að þessu sinni og hafa ekki verið færri í fimm ár. Fimm konur höfðu komist í hóp þeirra tíu efstu undanfarin fjögur ár. Ein kona heldur þó áfram að bæta við met sitt. Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við met sitt yfir flest skipti inn á topp tíu. Engin önnur kona hefur verið oftar en fimm sinnum meðal tíu efstu en Sara Björk er þar í sjöunda skiptið. Sara Björk er líka sjötta árið í röð meðal þeirra tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Alls eru fjögur á listanum í ár sem voru þar líka í fyrra. Hinir þrír eru knattspyrnumennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson og svo handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Gylfi er meðal tíu efstu sjöunda árið í röð en hann hefur verið á topp tíu á öllum listum frá og með áreinu 2012. Gylfi var kosinn Íþróttamaður ársins 2013 og 2016. Hann ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni eru þeir einu á topp tíu listanum í ár sem hefur áður fengið útnefninguna Íþróttamaður ársins. Guðjón Valur Sigurðsson komst líka í góðan hóp með því að vera í tíunda skipti meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Þetta er líka í sjötta sinn sem Guðjón er meðal þeirra tíu efstu eftir að hann varð þrítugur og því hafa aðeins tveir náð í sögunni eða þeir Bjarni Friðriksson og Ólafur Stefánsson, báðir sjö sinnum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir heldur áfram þeirri hefð frjálsíþróttakvenna að komast inn á topp tíu en þetta er tíunda árið í röð sem frjálsíþróttakona er meðal tíu efstu í kjörinu. Guðbjörg Jóna er einn af þremur nýliðunum inn á topp tíu í ár en hinir eru fimleikmaðurinn Valgarð Reinhardsson og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús. Guðbjörg Jóna er bara sautján ára og langyngst á topp tíu listanum enda sú eina sem er ekki orðin 22 ára. Valgarð Reinhardsson er næstyngstur (22 ára) og aðeins annar fimleikamaðurinn í sögu kjörsins sem kemst inn á topp tíu en sá síðasti var Rúnar Alexandersson fyrir fjórtán árum. Rúnar var fimm sinnum inn á topp tíu á árunum 1998 til 2004. Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson koma báðir aftur inn á listann eftir eins árs fjarveru en þeir voru meðal tíu efstu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Það er lengra síðan að Alfreð Finnbogason var á topp tíu en hann var síðast meðal tíu efstu árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá hvaða tíu íþróttamenn, þrjú lið og þrír þjálfarar eru tilnefnd í ár.Tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2018:Alfreð Finnbogason29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Augsburg í ÞýskalandiÍ þriðja skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2012Alfreð skoraði á árinu bæði fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni HM (á móti Argentínu) og fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni. Hann var einnig markahæsti landsliðsmaður ársins með fjögur mörk. Alfreð hefur þegar skorað sjö mörk í þýsku deildinni á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa spilað aðeins níu leiki. Hann varð auk þess tíundi markahæsti maður þýsku deildarinnar sem lauk síðasta vor.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir17 ára frjálsíþróttakonaÆfir hjá ÍR í ReykjavíkÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Guðbjörg Jóna varð bæði Evrópumeistari unglinga og Ólympíumeistari ungmenna á árinu. Hún vann gull í 100 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á EM undir 18 ára og varð svo Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi kvenna, þar sem hún bætti Íslandsmetið í greininni (23,47 sek) en sá tími er í 279. sæti heimslista IAAF. Hún bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi þrisvar sinnum á árinu en það hafði staðið í 21 ár þegar Guðbjörg bætti það fyrst í júní.Guðjón Valur Sigurðsson39 ára handknattleiksmaðurSpilar með Rhein-Neckar Löwen í ÞýskalandiÍ tíunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 26 ára gamall árið 2005Guðjón Valur varð bikarmeistari með Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi en liðið endaði í öðru sæti í Bundesligunni og vann Super Cup í Þýskalandi. Guðjón varð markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi á árinu þegar hann bætti met Ungverjans Peter Kovacs. Guðjón er líka komin í hóp markahæstu leikmanna Bundesligunnar frá upphafi en hann þriðji markahæsti erlendi leikmaður sögunnar. Guðjón átti líka frábæra leiki í Meistaradeildinni og í þýsku deildinni í haust. Gylfi Þór Sigurðsson29 ára knattspyrnumaðurSpilar með Everton í EnglandiÍ áttunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gamall árið 2010 Gylfi hefur verið í aðalhlutverki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur skorað 6 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 17 leikjum. Gylfi er lykilmaður í liði sem er eins og er í áttunda sæti deildarinnar og hefur staðist þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans eftir félagaskiptin til Everton á síðasta ári. Hann skoraði annað marka íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi þar sem hann var í risastóru hlutverki.Haraldur Franklín Magnús27 ára kylfingurSpilar fyrir Golfklúbb ReykjavíkurÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Haraldur komst inn á Opna breska meistaramótið eftir að hafa endað í öðru sæti á úrtökumóti fyrir risamótið. Hann tók því fyrstur allra íslenskra karlkylfinga þátt á risamóti á atvinnumótaröð. Hann lék á 17 mótum á Nordic atvinnumótaröðinni og endaði í 55. sæti á stigalistanum. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tíu mótum og besti árangur hans var 7. sætið. Jóhann Berg Guðmundsson28 ára knattspyrnumaðurSpilar með Burnley í EnglandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 27 ára gamall árið 2017 Jóhann Berg var lykilmaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley sem náði óvænt sjöunda sætinu í deildinni og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Jóhann Berg skoraði 2 mörk og gaf átta stoðsendingar í ensku deildinni tímabilið 2017-18. Jóhann er með 2 mörk og 4 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og var sárt saknað í tapleiknum á móti Nígeríu á HM í Rússlandi sem var langslakasti leikur liðsins á mótinu.Júlían J. K. Jóhannsson25 ára kraftlyftingamaðurKeppir fyrir Ármann í ReykjavíkÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 23 ára gamall árið 2016 Júlían átti setti heimsmet á árinu í réttstöðulyftu, hann setti Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu og náði bestum árangri allra í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum. Hann vann einnig gull á EM í kraftlyftingum og silfur á HM í klassískum kraftlyftingum. Júlían varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum og stigahæstur í karlaflokki á Reykjavíkurleikjunum. Hann er í fjórða sæti á heimslista í sínum flokki. Martin Hermannsson24 ára körfuknattleiksmaðurSpilar með Alba Berlin í ÞýskalandiÍ annað skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 22 ára gamall árið 2016 Martin er í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og steig enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli þegar hann samdi við þýska stórliðið Alba Berlin. Martin léks með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi í fyrra þar sem hann stóð sig frábærlega og svo vel að hann fékk samning hjá stórliði í Þýskalandi. Í undankeppni HM var Martin stigahæstur í íslenska landslliðinu með 21,5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3,7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20,0 stig í leik.Sara Björk Gunnarsdóttir28 ára knattspyrnukonaSpilar með Wolfsburg í ÞýskalandiÍ sjöunda skiptið meðal tíu efstuFyrst á topp tíu 21 árs gömul árið 2011 Sara Björk Gunnarsdóttir varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með þýska liðinu. Sara Björk meiddist í úrslitaleiknum og Wolfsburg liðið tapaði í framlengingu. Sara Björk er algjör lykilmaður í félagsliði og landsliði en Wolfsburg er eitt besta félagslið Evrópu. Hún skoraði ellefu mörk í öllum keppnum með Wolfsburg á síðustu leiktíð þar af 6 mörk í 9 leikjum í Meistaradeildinni. Hún var einnig ofarlega á lista Guardian yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu.Valgarð Reinhardsson22 ára fimleikamaðurKeppir fyrir Gerplu í KópavogiÍ fyrsta skiptið meðal tíu efstu Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Lið ársins - tilnefningarKarlalið ÍBV, handbolti Karlalið ÍBV í handbolta varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á FH í lokaúrslitaeinvíginu, bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll og deildarmeistaratitilinn eftir mikla dramatík í lokaumferðinni í Safamýrinni.Kvennalandslið Íslands, hópfimleikar Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri.Landslið Íslands, golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu saman sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni. Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi en þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram og í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumóti.Þjálfari ársins - tilnefningarArnar Pétursson, ÍBV Arnar þjálfaði karlalið ÍBV í handbolta sem varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og komst að auki í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu þar sem liðið féll út á móti Turda frá Rúmeníu sem vann svo titilinn.Kristján Andrésson, Svíþjóð Kristján þjálfaði karlalandslið Svía sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu í Króatíu eftir tap á móti Spáni í úrslitaleik. Kristjáni tókst að fara svona langt með liðið þrátt fyrir að tapa á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins en sænska liðið sló Ólympíumeistara Dana út í undanúrslitaleiknum.Þorsteinn Halldórsson, Breiðablik Þorsteinn gerði kornungt kvennalið Breiðabliks óvænt að tvöföldum meisturum sumarið 2018 þrátt fyrir að hafa misst þrjá lykilleikmenn í atvinnumennsku. Blikaliðið vann deildina með fimm stigum og svo 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum.
Íþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira