Verðandi níu barna faðir stendur í vegi fyrir Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 23:30 Philip Rivers fagnar sigri um síðustu helgi. Getty/Rob Carr Philip Rivers og félagar hans í liði Los Angeles Chargers eru fyrstu mótherjar New England Patriots í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að þessu sinni. New England Patriots náði það góðum árangri í deildinni að liðið sat hjá um síðustu helgi þegar Chargers liðið sló út Baltimore Ravens og tryggði sér leik á móti Patriots á Gillette Stadium í Foxborough í Massachusetts fylki. Los Angeles Chargers vann 12 af 16 leikjum sínum í deildinni eða einum leik meira en New England Patriots. Patriot vann aftur á móti sinn riðil á meðan Chargers varð í öðru sæti í sínum riðli á eftir Kansas City Chiefs. Það er því ljóst að Los Angeles Chargers er allt annað en auðveldur mótherji fyrir Tom Brady og félaga í New England Patriots. Los Angeles Chargers liðið hafði áður aðsetur í San Diego en er nú á sínu öðru ári í Los Angeles. Leikstjórnandi Chargers er Philip Rivers sem hefur spilað með liðinu frá 2004. Hann er enn að bíða eftir fyrsta NFL-titlinum en er nú að spila sitt fimmtánda tímabil. Rivers var búinn að koma sér mjög vel fyrir í San Diego þegar liðið hans flutti norður til Los Angeles. Eftir að hafa skoðað sig um í Los Angeles ákváðu Rivers og kona hans að búa áfram í San Diego en hann myndi þessi í stað keyra á milli á æfingar. Það var líka annað en að segja það að flytja því Rivers-hjónin eiga saman átta börn á aldrinum þriggja til sautján ára og það er von á því níunda í mars næstkomandi. Það er því stór ákvörðun að láta öll börnin skipta um skóla eða leiksskóla. Hér fyrir neðan er smá umfjöllun um fjölskyldu Philip Rivers. Hann er mjög trúaður og sagðist hvergi nærri hættur að eignast börn þegar hann var spurður síðasta haust. Börnin eiga því líklega eftir að verða fleiri en níu.CBS News 8 - San Diego, CA News Station - KFMB Channel 8 Til að nýta betur ferðlagið á milli þá réði Philip Rivers sér bílstjóra og lét útbúa bíl sérstaklega þannig að Rivers getur horft á myndbönd á leiðinni og undirbúið sig þannig fyrir komandi leiki. Leikstjórendur eyða miklum tíma í að leikgreina varnir og finna út veikleika mótherjanna auk þess að þeir þurfa að vera með fjölda leikkerfa á hreinu. Hér fyrir neðan má sjá mynd innan úr þessum sérstaka bíl Philip Rivers með lúxussætunum og risasjónvarpinu. Bíllinn kostaði 200 þúsund dollara eða meira en 30 milljónir íslenskra króna.They just talked about Philip Rivers commuting to work every day from San Diego. Well, he commutes (with a driver) in this: pic.twitter.com/UFU3ywz03s — Myron Medcalf (@MedcalfByESPN) December 3, 2018Inside look Philip Rivers commutes from San Diego to L.A. for practice in this SUV ...for " breaking down game film/ opponents " pic.twitter.com/ClzWAJf8Zy — Aaron VanDommelen (@ALLMAIZE) January 6, 2019Nú er það því hinn 37 ára gamli verðandi níu barna faðir Philip Rivers sem stendur í vegi fyrir Tom Brady að þessu sinni en Brady er að reyna að vinna sinn sjötta meistaratitil sem væri bæting á eigin meti. Leikur New England Patriots og Los Angeles Chargers fer fram á sunnudaginn klukkan 18.05 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sjá meira
Philip Rivers og félagar hans í liði Los Angeles Chargers eru fyrstu mótherjar New England Patriots í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að þessu sinni. New England Patriots náði það góðum árangri í deildinni að liðið sat hjá um síðustu helgi þegar Chargers liðið sló út Baltimore Ravens og tryggði sér leik á móti Patriots á Gillette Stadium í Foxborough í Massachusetts fylki. Los Angeles Chargers vann 12 af 16 leikjum sínum í deildinni eða einum leik meira en New England Patriots. Patriot vann aftur á móti sinn riðil á meðan Chargers varð í öðru sæti í sínum riðli á eftir Kansas City Chiefs. Það er því ljóst að Los Angeles Chargers er allt annað en auðveldur mótherji fyrir Tom Brady og félaga í New England Patriots. Los Angeles Chargers liðið hafði áður aðsetur í San Diego en er nú á sínu öðru ári í Los Angeles. Leikstjórnandi Chargers er Philip Rivers sem hefur spilað með liðinu frá 2004. Hann er enn að bíða eftir fyrsta NFL-titlinum en er nú að spila sitt fimmtánda tímabil. Rivers var búinn að koma sér mjög vel fyrir í San Diego þegar liðið hans flutti norður til Los Angeles. Eftir að hafa skoðað sig um í Los Angeles ákváðu Rivers og kona hans að búa áfram í San Diego en hann myndi þessi í stað keyra á milli á æfingar. Það var líka annað en að segja það að flytja því Rivers-hjónin eiga saman átta börn á aldrinum þriggja til sautján ára og það er von á því níunda í mars næstkomandi. Það er því stór ákvörðun að láta öll börnin skipta um skóla eða leiksskóla. Hér fyrir neðan er smá umfjöllun um fjölskyldu Philip Rivers. Hann er mjög trúaður og sagðist hvergi nærri hættur að eignast börn þegar hann var spurður síðasta haust. Börnin eiga því líklega eftir að verða fleiri en níu.CBS News 8 - San Diego, CA News Station - KFMB Channel 8 Til að nýta betur ferðlagið á milli þá réði Philip Rivers sér bílstjóra og lét útbúa bíl sérstaklega þannig að Rivers getur horft á myndbönd á leiðinni og undirbúið sig þannig fyrir komandi leiki. Leikstjórendur eyða miklum tíma í að leikgreina varnir og finna út veikleika mótherjanna auk þess að þeir þurfa að vera með fjölda leikkerfa á hreinu. Hér fyrir neðan má sjá mynd innan úr þessum sérstaka bíl Philip Rivers með lúxussætunum og risasjónvarpinu. Bíllinn kostaði 200 þúsund dollara eða meira en 30 milljónir íslenskra króna.They just talked about Philip Rivers commuting to work every day from San Diego. Well, he commutes (with a driver) in this: pic.twitter.com/UFU3ywz03s — Myron Medcalf (@MedcalfByESPN) December 3, 2018Inside look Philip Rivers commutes from San Diego to L.A. for practice in this SUV ...for " breaking down game film/ opponents " pic.twitter.com/ClzWAJf8Zy — Aaron VanDommelen (@ALLMAIZE) January 6, 2019Nú er það því hinn 37 ára gamli verðandi níu barna faðir Philip Rivers sem stendur í vegi fyrir Tom Brady að þessu sinni en Brady er að reyna að vinna sinn sjötta meistaratitil sem væri bæting á eigin meti. Leikur New England Patriots og Los Angeles Chargers fer fram á sunnudaginn klukkan 18.05 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik