Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 08:33 Hasan Minhaj dró leiðtoga Sádi-Arabíu saman í háði í Netflix-þætti sínum. Það féll ekki í kramið í Ríad. Vísir/Getty Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira