Óttast að hakkarar geti reimað fólk fast í nýjum sjálfreimandi skóm Nike Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 14:28 Snjallskórnir kosta 350 dollara, um 40 þúsund krónur. Mynd/Nike Öryggis- og tækniblaðamaður tæknivefmiðilsins CNET prófaði á dögunum nýja sjálfreimandi skó skóframleiðandans Nike. Skórnir tengjast síma þráðlaust og þrátt fyrir að skórnir séu að sögn blaðamannsins nokkuð þægilegir hefur hann áhyggjur af því að hakkarar geti brotist inn í skóna, reimað þann sem er í þeim fastan og neitað að losa um reimarnar nema lausnargjald sé greitt. Adapt BB-skórnir voru kynntir af Nike á dögunum og þykja mikil tæknibylting fyrir þá sem eru orðnir leiðir á því að reima skó sína í tíma og ótíma. Skórnir eru útbúnir búnaði sem tengist forriti í síma viðkomandi í gegnum Bluetooth. Þannig er hægt að stilla fullkomnlega hversu fast reima á skóna hverju sinni. Skórnir safna einnig gögnum um notendann og því mögulega hentugir fyrir þá sem stunda mikið af æfingum. Athygli vekur að hlaða þarf skóna en hver hleðsla dugar í um tvær vikur. Sérstök hleðslumotta fylgir með skónum. Blaðamaðurinn Alfred Ng prófaði skóna á dögunum og var nokkuð hrifinn af þeim, en sagðist þó frekar vera til í að þurfa reima skó sína endrum og sinnum, í stað þess að þurfa að hlaða skóna til þess að vera ganga í þeim. Þá hefur hann áhyggjur að hægt sé að fylgjast með þeim sem gangi um í skónum. „Ég þarf einnig að minnast á það að sem öryggisblaðamaður hef ég áhyggjur af persónuvernd og möguleikanum á því að hakkarar geti læst mig í skónum og neitað að losa mig nema ég greiði lausnargjald,“ skrifar Ng. Segir hann þó að grunnhugmyndin sé góð og þegar skór með þessari tækni búi yfir betri rafhlöðuendingu og verði á viðráðanlegra verði, muni skóáhugamenn fagna þessari nýjung. Persónuvernd Tækni Tengdar fréttir Michael J. Fox varð fyrstur til að prófa sjálfreimandi skó „Þetta er klikkað,“ sagði Michael J. Fox, sá hinn sami og lék Marty McFly, er hann prófaði skóna. 21. október 2015 22:22 Nike setur „sjálfreimandi“ skó á markað Skórinn skynjar hvenær notandinn hefur komið fætinum fyrir og herðir reimarnar af sjálfum sér. 17. mars 2016 13:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Öryggis- og tækniblaðamaður tæknivefmiðilsins CNET prófaði á dögunum nýja sjálfreimandi skó skóframleiðandans Nike. Skórnir tengjast síma þráðlaust og þrátt fyrir að skórnir séu að sögn blaðamannsins nokkuð þægilegir hefur hann áhyggjur af því að hakkarar geti brotist inn í skóna, reimað þann sem er í þeim fastan og neitað að losa um reimarnar nema lausnargjald sé greitt. Adapt BB-skórnir voru kynntir af Nike á dögunum og þykja mikil tæknibylting fyrir þá sem eru orðnir leiðir á því að reima skó sína í tíma og ótíma. Skórnir eru útbúnir búnaði sem tengist forriti í síma viðkomandi í gegnum Bluetooth. Þannig er hægt að stilla fullkomnlega hversu fast reima á skóna hverju sinni. Skórnir safna einnig gögnum um notendann og því mögulega hentugir fyrir þá sem stunda mikið af æfingum. Athygli vekur að hlaða þarf skóna en hver hleðsla dugar í um tvær vikur. Sérstök hleðslumotta fylgir með skónum. Blaðamaðurinn Alfred Ng prófaði skóna á dögunum og var nokkuð hrifinn af þeim, en sagðist þó frekar vera til í að þurfa reima skó sína endrum og sinnum, í stað þess að þurfa að hlaða skóna til þess að vera ganga í þeim. Þá hefur hann áhyggjur að hægt sé að fylgjast með þeim sem gangi um í skónum. „Ég þarf einnig að minnast á það að sem öryggisblaðamaður hef ég áhyggjur af persónuvernd og möguleikanum á því að hakkarar geti læst mig í skónum og neitað að losa mig nema ég greiði lausnargjald,“ skrifar Ng. Segir hann þó að grunnhugmyndin sé góð og þegar skór með þessari tækni búi yfir betri rafhlöðuendingu og verði á viðráðanlegra verði, muni skóáhugamenn fagna þessari nýjung.
Persónuvernd Tækni Tengdar fréttir Michael J. Fox varð fyrstur til að prófa sjálfreimandi skó „Þetta er klikkað,“ sagði Michael J. Fox, sá hinn sami og lék Marty McFly, er hann prófaði skóna. 21. október 2015 22:22 Nike setur „sjálfreimandi“ skó á markað Skórinn skynjar hvenær notandinn hefur komið fætinum fyrir og herðir reimarnar af sjálfum sér. 17. mars 2016 13:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Michael J. Fox varð fyrstur til að prófa sjálfreimandi skó „Þetta er klikkað,“ sagði Michael J. Fox, sá hinn sami og lék Marty McFly, er hann prófaði skóna. 21. október 2015 22:22
Nike setur „sjálfreimandi“ skó á markað Skórinn skynjar hvenær notandinn hefur komið fætinum fyrir og herðir reimarnar af sjálfum sér. 17. mars 2016 13:28