Google gæti drepið auglýsingavara Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 21:38 Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims. Vísir/AFP Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar. Google Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar.
Google Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira