Varar við „fölskum orðrómum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 15:26 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, varar við fölskum orðrómum. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira