Risastórar rafhlöður
Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi
Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna.Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna.