Laun á Íslandi hækkað mikið í evrum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 12:39 Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili. Íslenska krónan Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili.
Íslenska krónan Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira