Kosningum mögulega flýtt á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 12:59 Ríkisstjórn Pedro Sánchez er í bobba með fjárlagafrumvarp sitt. Hann gæti boðað til kosninga á næstu dögum. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira