Fá reglulega tilkynningar um óhugnanlegt efni á borð við Momo Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 20:30 Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“ Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“
Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05
Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11