Lára berst við matarfíkn: Sprautaði sápu yfir matarafganga svo hún myndi ekki borða upp úr ruslinu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2019 10:30 Lára Kristín opnar sig um matarfíkn. Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira