Leitin hafin að nýjum krúttlegum Zúmma Benedikt Bóas skrifar 29. mars 2019 08:30 Bjartur, Einar og Jóhann í Hörpu þar sem prufurnar verða. Áhugasamir geta skráð sig í prufu á [email protected]. FBL/ERNIR Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á [email protected]. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á [email protected]. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið