Capers fékk brottrekstrarvillu í þriðja leikhluta fyrsta leik liðanna í Njarðvík á fimmtudag fyrir að slá í Njarðvíkinginn Jón Arnór Sverrisson.
Capers hefur verið á meðal bestu manna ÍR síðan hann kom til liðs við Breiðhyltinga.
ÍR tapaði fyrsta leiknum 76-71 og er því undir í einvíginu. Leikur tvö verður í Seljaskóla annað kvöld.