Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um WOW Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 11:30 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira