„Upprunalega hugmyndin kom frá Martin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 12:30 Undir stjórn Israels Martin vann Tindastóll fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. vísir/bára „Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02