Fimm gæsluvarðhaldsfangar kjörnir á spænska þingið Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2019 10:19 Oriol Junqueras er fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu. Hann var kjörinn á spænska þingið í gær. epa Fimm katalónskir aðskilnaðarsinnar sem sitja nú í gæsluvarðhaldi voru kjörnir á spænska þingið í kosningunum í gær. Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra hlaut 29 prósent atkvæða og 123 þingsæti og verður stærsti flokkur á þinginu. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda stjórn. Í fyrsta sinn frá lokum herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar tekur hægriöfgaflokkur sæti á þinginu, en flokkurinn Vox hreppti 24 þingsæti. Vox berst gegn fjölmenningu, innflytendum og það sem þeir kalla „öfgafeminisma“.Fimm í varðhaldi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, var einn þeirra sem kjörinn var á spænska þingið í kosningunum í gær, en hann leiddi aðskilnaðarflokkinn ERC. Junqueras var í hópi þeirra sem fór fyrir tilraun Katalóna til að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins árið 2017. Hann er nú í gæsluvarðhaldi. Baráttumaðurinn Jordi Sanchez og Jordi Turull, talsmaður katalónsku héraðstjórnarinnar árið 2017, voru einnig kjörnir á þing. Þeir voru báðir á lista Saman fyrir Katalóníu, flokks Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, sem flúði land og forðaðist þannig handtöku. Josep Rull, sem einnig átti sæti á katalónska héraðsþinginu árið 2017, var einnig kjörinn á þing, auk þess að Raul Romeva, sem var yfir utanríkismálum Katalíníu árið 2017, tekur sæti í efri deild spænska þingsins.Allir eru aðskilnaðarsinnarnir fimm í gæsluvarðhaldi, en mál þeirra er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Fimm katalónskir aðskilnaðarsinnar sem sitja nú í gæsluvarðhaldi voru kjörnir á spænska þingið í kosningunum í gær. Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra hlaut 29 prósent atkvæða og 123 þingsæti og verður stærsti flokkur á þinginu. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda stjórn. Í fyrsta sinn frá lokum herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar tekur hægriöfgaflokkur sæti á þinginu, en flokkurinn Vox hreppti 24 þingsæti. Vox berst gegn fjölmenningu, innflytendum og það sem þeir kalla „öfgafeminisma“.Fimm í varðhaldi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, var einn þeirra sem kjörinn var á spænska þingið í kosningunum í gær, en hann leiddi aðskilnaðarflokkinn ERC. Junqueras var í hópi þeirra sem fór fyrir tilraun Katalóna til að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins árið 2017. Hann er nú í gæsluvarðhaldi. Baráttumaðurinn Jordi Sanchez og Jordi Turull, talsmaður katalónsku héraðstjórnarinnar árið 2017, voru einnig kjörnir á þing. Þeir voru báðir á lista Saman fyrir Katalóníu, flokks Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, sem flúði land og forðaðist þannig handtöku. Josep Rull, sem einnig átti sæti á katalónska héraðsþinginu árið 2017, var einnig kjörinn á þing, auk þess að Raul Romeva, sem var yfir utanríkismálum Katalíníu árið 2017, tekur sæti í efri deild spænska þingsins.Allir eru aðskilnaðarsinnarnir fimm í gæsluvarðhaldi, en mál þeirra er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25