Kolsvört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 07:15 Ingvar Guðni Brynjólfsson, Ása Óðinsdóttir og Hrefna Vestmann í hlutverkum sínum Fréttablaðið/Eyþór Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira