Fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni í 19 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2019 11:00 Aron Dagur átti frábæran leik gegn Haukum í gær. Hann skoraði átta mörk og gaf ellefu stoðsendingar. vísir/bára Stjarnan knúði fram oddaleik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með stórsigri, 33-25, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í gær. Sigurinn var vægast sagt langþráður en þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni karla í 19 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni í Mýrinni. Stjarnan knúði fram oddaleik með sigri á Fram, 22-20, í Ásgarði í 8-liða úrslitum efstu deildar 28. mars 2000. Síðan liðu 19 ár fram að næsta sigri í úrslitakeppni hjá Stjörnunni. Konráð Olavsson var markahæstur Stjörnumanna í leiknum gegn Frömurum fyrir 19 árum með átta mörk. Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, skoraði sjö mörk. Meðal annarra þekktra leikmanna í liði Stjörnunnar má nefna Birki Ívar Guðmundsson, Eduard Moskalenko, Björgvin Rúnarsson og Hilmar Þórlindsson. Fram vann oddaleikinn gegn Stjörnunni, 21-20, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Þetta var níunda árið í röð sem Stjarnan féll úr leik í 8-liða úrslitum. Raunar hefur Stjörnunni aldrei tekist að komast upp úr 8-liða úrslitunum frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Stjarnan komst ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á síðasta tímabili. Þá tapaði liðið, 2-0, fyrir Selfossi í 8-liða úrslitum. Oddaleikur Stjörnunnar og Hauka fer fram á Ásvöllum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Sigurvegarinn í oddaleiknum mætir Íslandsmeisturum ÍBV í undanúrslitum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33-25 Haukar │ Stjarnan með óvæntan stórsigur Stjarnan burstaði Hauka í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslium og er oddaleikur framundan. 22. apríl 2019 17:15 „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir” Gunnar Magnússon var ósáttur í leikslok. 22. apríl 2019 17:36 Rúnar: Við lítum á þetta sem seríu Þjálfari Stjörnunnar var glaðbeittur í leikslok. 22. apríl 2019 17:01 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Stjarnan knúði fram oddaleik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með stórsigri, 33-25, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í gær. Sigurinn var vægast sagt langþráður en þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni karla í 19 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni í Mýrinni. Stjarnan knúði fram oddaleik með sigri á Fram, 22-20, í Ásgarði í 8-liða úrslitum efstu deildar 28. mars 2000. Síðan liðu 19 ár fram að næsta sigri í úrslitakeppni hjá Stjörnunni. Konráð Olavsson var markahæstur Stjörnumanna í leiknum gegn Frömurum fyrir 19 árum með átta mörk. Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, skoraði sjö mörk. Meðal annarra þekktra leikmanna í liði Stjörnunnar má nefna Birki Ívar Guðmundsson, Eduard Moskalenko, Björgvin Rúnarsson og Hilmar Þórlindsson. Fram vann oddaleikinn gegn Stjörnunni, 21-20, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Þetta var níunda árið í röð sem Stjarnan féll úr leik í 8-liða úrslitum. Raunar hefur Stjörnunni aldrei tekist að komast upp úr 8-liða úrslitunum frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Stjarnan komst ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á síðasta tímabili. Þá tapaði liðið, 2-0, fyrir Selfossi í 8-liða úrslitum. Oddaleikur Stjörnunnar og Hauka fer fram á Ásvöllum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Sigurvegarinn í oddaleiknum mætir Íslandsmeisturum ÍBV í undanúrslitum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33-25 Haukar │ Stjarnan með óvæntan stórsigur Stjarnan burstaði Hauka í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslium og er oddaleikur framundan. 22. apríl 2019 17:15 „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir” Gunnar Magnússon var ósáttur í leikslok. 22. apríl 2019 17:36 Rúnar: Við lítum á þetta sem seríu Þjálfari Stjörnunnar var glaðbeittur í leikslok. 22. apríl 2019 17:01 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33-25 Haukar │ Stjarnan með óvæntan stórsigur Stjarnan burstaði Hauka í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslium og er oddaleikur framundan. 22. apríl 2019 17:15
„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir” Gunnar Magnússon var ósáttur í leikslok. 22. apríl 2019 17:36
Rúnar: Við lítum á þetta sem seríu Þjálfari Stjörnunnar var glaðbeittur í leikslok. 22. apríl 2019 17:01