Handtekinn fyrir hryðjuverkaárás í norðurkóresku sendiráði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 12:42 Ráðist var inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58