Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 12:01 Loftmynd af einum hinna meintu fangabúða. Planet Labs Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. Bandaríkin Kína Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.
Bandaríkin Kína Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira