Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 06:07 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00